Áhrif ensku á málkunnáttu unglinga sem hafa lært íslensku sem fyrsta eða annað mál
Lykilorð:
tvítyngi, þrítyngi, fjöltyngi, viðhorf, erlendur hreimurÚtdráttur
Aukin enskunotkun á Íslandi veldur því að mörg börn sem tala íslensku sem móðurmál (M1) læra hana að einhverju leyti við tvítyngisaðstæður og börn sem tala íslensku sem annað mál (M2) sem eitt af þremur málum. Þessar aðstæður gætu skapað tækifæri til fjöltyngis, en í ljósi þess að íslenskukunnátta M2 hópa hefur mælst lág er vert að kanna hvort enska hafi þar áhrif á. Í greininni er sagt frá þremur rannsóknum sem beindust að íslensku- og enskukunnáttu M1 og M2 unglinga, hvaða viðhorf þau hafi til þessara tungumála og hvort þau tali þau með erlendum hreim. Enskukunnátta beggja hópa var svipuð. Hjá M1 hópnum bættist enska við sterka íslenskukunnáttu. Hjá M2 hópnum var kunnátta hins vegar undir aldursvæntingum á öllum tungumálum þeirra og breytileiki mjög mikill milli einstaklinga. Niðurstöðurnar benda til þess að M2 unglingar hafi mikinn áhuga á að læra íslensku en ónóg tækifæri til þess.
Lykilorð: tvítyngi, þrítyngi, fjöltyngi, viðhorf, erlendur hreimur