Þy?ðing, sköpun, aðlögun? Smásagan „Guest“ í The Axe’s Edge eftir Kristjönu Gunnars.

Höfundar

  • Guðrún B. Guðsteinsdóttir

Útdráttur

Meðal helstu einkenna póstmódernískra verka er endurskoðun á bókmenntahefðum, frásagnaraðferðum, hugmyndum og gildismati og tilhneiging til að láta reyna á þensluþol og innbyrðis mörk. Þannig eru verk Kristjönu gunnars, sem er íslensk en hefur skrifað á ensku allan sinn rithöfundarferil og búið lengst í Kanada. Kristjana er virtur, fjölhæfur og mikilvirkur höfundur, sem hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir frumleg og grípandi verk.  Einkennandi er að torvelt er að beita einhverju einu formgerðarhugtaki á verk hennar því að þau eru yfirleitt „blendingur“ en það fer eftir efniviði hvar hún leggur áherslur í formgerðareinkennum, efnistökum og framsetningu. Í The Axe’s Edge (1983, axareggin) má glögglega sjá hvernig Kristjana gunnars vinnur á margslungnum mörkum en bókin saman - stendur af samtengdum smásögum. Fyrsta sagan virðist gerast á Íslandi, eins og sú síðasta, en þær tvær mynda nokkurs konar ramma utan um hinar sem allar gerast í norður-ameríku. Sögurnar sy?na hlutdeild Kristjönu í endurskoðun eftirlenduhyggjunnar á viðteknum gildum og hefðum, en sagan „guest“ (gestur) er greind og rædd sem forvitnilegt dæmi um það hvernig skrif Kristjönu leika á mörkum afritunar og frumsköpunar, fræðilegra og skapandi vinnubragða, þy?ðingar og aðlögunar, og tala tveimur tungum til mismunandi lesendahópa þegar hún miðlar íslenskri menningararfleifð og sögu í vesturheimi í ensk-kanadísku samhengi.

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Þemagreinar