Hönd í hönd, mano a mano, Hand in Hand Enn og aftur af orðapörum
Lykilorð:
fraseológía, orðapör, sama kjarnaorð, íslenska, spænska, þýskaÚtdráttur
Í þessari grein er fjallað um orðapör í íslensku, spænsku og þýsku þar sem sama orðið kemur fyrir í báðum kjarnaliðum. Í fyrstu er fjallað almennt um orðapör, hlutverk þeirra, eðli og einkenni. Þá er vikið að flokkun orðaparanna sem athyglin beinist sérstaklega að, þ.e. þau sem mynduð eru með kjarnaorði X + tengiorði + kjarnaorði X. Nefna má orðaparið lið fyrir lið í íslensku sem dæmi um slík orðapör, página tras página (‚blaðsíða eftir blaðsíðu‘) í spænsku og Tag nach Tag (‚dag eftir dag‘) í þýsku. Síðan er gerð grein fyrir orðapörum sem víkja frá
þessari byggingu, þ.e. þar sem ekkert tengiorð kemur fyrir í parinu heldur greinarmerki eins og komma, eða þá að orðin standa hlið við hlið án tengingar. Kjarnaorðið er hið sama í orðaparinu: lengi lengi eða sitt hvort orðið: nauðugur, viljugur. Dæmi um slík orðapör í spænsku er todo todo (‚bókstaflega allt‘) og í þýsku má nefna schnell, schnell (‚fljótt‘). Í lok greinarinnar eru reifuð orðapör eða orðarunur sem víkja á einhvern hátt frá sígildri byggingu orðasambandanna sem eru til umræðu, og sem eru sjaldgæf í málunum þremur. Notkun orðapara
hefur alla tíð auðgað tunguna og gert hana kjarnmikla og blæbrigðaríka.
Þetta á við um tungumálin þrjú sem hér eru til umfjöllunar.
Lykilorð: fraseológía, orðapör, sama kjarnaorð, íslenska, spænska, þýska