Avókadó og maís. Orð með rætur í frumbyggjamálum spænsku Ameríku

Höfundar

  • Erla Erlendsdóttir

Lykilorð:

Tökuorð, indíánamál Ameríku, Evrópumál

Útdráttur

Avókadó og maís eru nytjaplöntur sem bárust með landafundamönnum og landkönnuðum frá Vestur-Indíum til Gamla heimsins í lok 15. og á fyrri hluta 16. aldar. Ekki leið á löngu uns Evrópubúar tóku að rækta plönturnar og neyta ávaxtanna sem hétu sama nafni á viðtökumálunum og upprunamálunum. Maís er úr tungumáli indíána á Stóru-Antillaeyjum í Karíbahafi. Avókadó er heiti sem á rætur í nahuatl, máli indíána í Mexíkó. Orðin sem um ræðir eiga að baki langt ferðalag frá Vestur-Indíum til Suður-Evrópu og þaðan norður eftir álfunni til Norðurlandanna. Hér er fjallað um þessi tökuorð í íslensku og öðrum Evrópumálum. 

Niðurhal

Útgefið

2020-09-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar