Í fótspor ferðalanga. Af ferðaly?singum Idu Pfeiffer og Inu von Grumbkow.

Höfundar

  • Oddný G. Sverrisdóttir

Útdráttur

Í greininni er fjallað um ferðaly?singar tveggja þy?skumælandi kvenna, hinnar þy?sku Inu von Grumbkow og hinnar austurrísku Idu Pfeiffer. Ida Pfeiffer ferðaðist um Ísland árið 1845 og skrifaði bókina Nordlandfahrt. Eine Reise nach Skandinavien und Island im Jahre 1845 að loknu ferðalaginu. Ina von Grumbkow kom til Íslands árið 1908, ári eftir að unnusti hennar Walther von Knebel og vinur hans Max Rudloff fórust í rannsóknarleiðangri í slysi í Öskjuvatni, til að leita ummerkja um afdrif unnusta síns. Bók hennar Ísafold. Bilder einer Islandreise kom út árið 1909 og hefur verið þy?dd á íslensku. Í greininni er fjallað um ly?singar þeirra Inu von Grumbkow og Idu Pfeiffer á aðstæðum á Íslandi, lifnaðarháttum Íslendinga, húsakynnum og náttúru landsins eins og það kemur þeim fyrir sjónir. Einnig er fjallað stuttlega um viðbrögð Íslendinga við ólíkum ly?singum þeirra Idu Pfeiffer og Inu von Grumbkow og mikilvægi slíkra ferðaly?singa í menningartengdri ferðaþjónustu.

Lykilorð: Ida Pfeiffer, Ina von Grumbkow, menningartengd ferðaþjónusta, ferðaly?singar á þy?sku

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Þemagreinar