Menning, staðhættir og saga sem endurspeglast í föstum orðasamböndum í íslensku, spænsku og þýsku

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.15.2.2

Lykilorð:

fraseólógía, samanburðarmálvísindi, föst orðasambönd, algild orðasambönd, sértæk orðasambönd, íslenska, spænska, þýska

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um föst orðasambönd í íslensku, spænsku og þýsku og er hér sjónum beint að því hvernig menning, staðhættir og saga endurspeglast í föstum orðasamböndum tungumálanna þriggja. Unnt er að skipta föstum orðasamböndum í tvo flokka eftir því hvort þau eru alþjóðleg eða algild (e. universal), þ.e. fyrirfinnast í mörgum tungumálum heims, sértæk eða svæðisbundin (e. particular), þ.e. koma einungis fyrir hjá afmörkuðum hópi eða þjóð. Þá er fjallað um flokkun Dobrovol’skij og Piirainen sem skipa menningarfyrirbærum sem liggja menningarbundnum orðasamböndum til grundvallar í fimm flokka: (1) samfélagslegir þættir, (2) efnislegir þættir, (3) textar og tilvitnanir, (4) þættir sem falla undir yfirnáttúruleg fyrirbæri og (5) þættir sem lúta að ýmsum menningartáknum. Í greininni verður stuðst við þessar helstu flokkanir og nefnd dæmi um algild föst orðasambönd í tungumálunum þremur. Loks er fjallað um sértæk föst orðasambönd í tungumálunum þremur og hvernig uppruni þeirra tengist sögu, staðháttum og menningu hvers málsvæðis fyrir sig. Þar sem um sértæk orðasambönd er að ræða verður litið til uppruna orðasambanda í hverju tungumáli fyrir sig, íslensku, spænsku og þýsku.

Niðurhal

Útgefið

2025-03-18

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

> >>