Gagn og gaman af styttra námi erlendis sem hluta af tungumálanámi á háskólastigi

Höfundar

  • Oddný G. Sverrisdóttir

Lykilorð:

styttra nám erlendis, talfærninámskeið í Þýskalandi, þýska, menningarlæsi

Útdráttur

Í þessari grein er umfjöllunarefnið styttra nám erlendis sem hluti af háskólanámi, sérstaklega í tungumálum. Fjallað er um hugtakið styttra nám erlendis sem og mikilvægi og gagnsemi þess í ýmsu háskólanámi. Meginviðgangsefni greinarinnar eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal íslenskra háskólastúdenta sem lokið hafa námskeiðinu Talfærninámskeið í Þýskalandi. Námskeiðið er í boði við Mála- og menningardeild en kennt er við Karl Eberhard-háskólann í Tübingen í Þýskalandi. Rannsóknin miðar annars vegar að því að komast að raun um hvort og þá á hvaða hátt styttra nám erlendis hefur áhrif á færniþætti tungumálsins og er þá sérstakleg litið til þeirra
áhrifa sem aukið ílag hefur á tungumálakunnáttu háskólastúdenta. Hins vegar er einnig horft til annarra þátta, s.s. þess hvernig þekking á þýsku samfélagi, viðhorf til þýskrar menningar og þýska tungumálsins breytist. Enn fremur er fjallað um hæfni stúdenta til þess að umgangast Þjóðverja við mismunandi aðstæður með viðeigandi hætti og það hvernig næmi þeirra fyrir menningu og siðum annarra málsvæða breytist.


Lykilorð: styttra nám erlendis, talfærninámskeið í Þýskalandi, þýska, menningarlæsi

Niðurhal

Útgefið

2022-12-28