Ein stök orð eða steingervingar tungumálsins. Nokkur stakyrði í föstum orðasamböndum í þy?sku.

Höfundar

  • Oddný G. Sverrisdóttir

Útdráttur

Í greininni er fjallað um stakyrði í föstum orðasamböndum og orðasafnsleg festa fastra orðasambanda sky?rð sem forsenda þeirra. Fjallað er um eiginleika og tilurð stakyrða, myndunargrunn þeirra og málsögulega þróun. Tekin eru dæmi um stakyrði í algengum föstum orðasamböndum af ólíkum uppruna í þy?sku og reynt að sky?ra mismunandi bakgrunn stakyrðanna. Maulaffen feilhalten og Kohldampf schieben eru dæmi um föst orðasambönd sem innihalda stakyrði og koma þeim sem læra þy?sku sem erlent mál oft spánskt fyrir sjónir. Föst orðasamband hafa mikilvægu hlutverki að gegna í menningarlegu og málsögulegu tilliti og þau þeirra sem innihalda stakyrði hafa þar sérstöðu. Sem dæmi um horfna atvinnu- og þjóðfélagshætti, eða eldri verslunar- og viðskipahætti, eru föst orðasambönd sem innihalda stakyrði ekki aðeins gagnleg í kennslu erlendra tungumála heldur gefa þau einnig gott tækifæri til þess að fjalla um sögulega og málsögulega þróun. Fjallað er um merkingarlegar samsvaranir í þy?sku og íslensku.

Lykilorð: þy?ska, föst orðasambönd í þy?sku, stakyrði, fraseólogía, samanburðarmálvísindi

Niðurhal

Útgefið

2014-11-30

Tölublað

Kafli

Þemagreinar