Um heimsvaldakúgun og þeldökkar ástkonur í sögunum The Expatriates og „Imelda and the Miserly Scot“ eftir Robin Jenkins.
Útdráttur
Þessi grein fjallar um það gagnry?na viðhorf til breska heimsveldisins sem birtist í skáldsögum og smásögum skoska rithöfundarins Robins Jenkins. Einkum er sjónum beint að tveimur verkum Jenkins, skáldsögunni The Expatriates og smásögunni „Imelda and the Miserly Scot“ sem báðar gerast utan Skotlands. Ly?sing Jenkins á ástarsamböndum hvítra manna og litaðra kvenna í verkunum tveimur er greind frá sjónarhorni síðny?lendustefnu og femínisma. Þessi sambönd eru táknmynd fyrir samskipti heimsveldis og ny?lendu og bera þar að auki keim af misnotkun á grunni kynþáttar, efnahags og kynferðis. Einnig endurspeglar þróun þeirra uppbyggingu og valdahlutföll feðraveldisins. Þrátt fyrir þetta bjóða sögurnar upp á ólíkar lausnir á þeim átökum sem eiga sér stað á milli ny?lenduherrans og þess innfædda og á milli karls og konu. Mismunandi kenningar um tengsl femínisma og síðny?lenduhyggju eru kynntar og áhrifamiklar kenningar Edwards Saids eru settar í samhengi við hugmyndir femínismans. Kenningin um „tvöfalda ny?lendukúgun“ (e. double colonisation) á sérstaklega við þá mynd sem Jenkins dregur upp af ástarsamböndunum tveimur. Að lokum er sy?nt fram á hvernig atburðarás og persónusköpun Jenkins í The Expatriates staðfestir að því er virðist valdauppbyggingu heimsveldis og feðraveldis á meðan sömu þættir í „Imelda and the Miserly Scot“ endurspegla hins vegar sky?ra áskorun gegn báðum.
Lykilorð: Robin Jenkins, síðny?lendustefna, femínismi, blönduð ástarsambönd, tvöföld ny?lendukúgun