Viðhorf nemenda til enskunáms í framhaldsskóla og gildis þess

Höfundar

  • Anna Jeeves

Lykilorð:

enskukennsla, gildi, nemendur, viðhorf, nám

Útdráttur

Tekin voru djúp viðtöl við framhaldsskóla- og háskólanema og við ungt fólk í vinnu til að kanna viðhorf til enskunáms í framhaldsskóla á Íslandi. Rannsóknin byggist á hugsmíðahyggju og túlkunarfyrirbærafræði. Margir ungir Íslendingar notast mikið við ensku í daglegu lífi, enda er flest afþreyingarefni sem þeir neyta á ensku. Niðurstöður sýna að margir ungir Íslendingar telja færni sína í ensku
mjög góða. Enskunám er talið vera létt og góðar einkunnir auðfengnar. Háskólanemar kunna að meta framhaldsskólaáfanga í ensku og þeir hafa gert ráð fyrir að þurfa að nota ensku í háskólanámi sínu. Viðmælendur sem fóru strax út á vinnumarkaðinn eftir framhaldsskóla nota ensku meira í vinnunni en þeir gerðu ráð fyrir og telja sumir sig ekki nægilega vel undirbúna. Lagt er til að framhaldsskólakennsla í ensku taki betur mið af þörfum nemenda að skólagöngunni lokinni. Meira nemendasjálfræði og nemendaval í verkefnagerð gæti einnig aukið gildi enskunáms í augum ungra Íslendinga.

Lykilorð: enskukennsla; gildi; nemendur; viðhorf; nám

Niðurhal

Útgefið

2022-12-28