Quilla, branque, estrave... Sjómannaorð af norrænum uppruna

Höfundar

  • Erla Erlendsdóttir

Lykilorð:

Skipsskrokkur, norræn tökuorð, rómönsk mál, spænska

Útdráttur

Orð af norrænum uppruna, einkum orð sem lúta að skipasmíði og siglingum, voru á sínum tíma tekin upp í normandísku þaðan sem þau bárust inn í frönsku sem miðlaði þeim aftur á móti til annara rómanskra tungumála, til að mynda spænsku. Má hér nefna heiti á ýmsum skipshlutum, rá og reiða, sem og verkfærum sem voru notuð um borð fyrr á tímum. Í greininni er sjónum beint að skipsskrokknum sem slíkum og er fjallað um orð og heiti yfir ýmsa hluta hans: quilla ‘kjölur’, estrave ‘stafn’ og branque ‘brandur’ mynda ytri hluta skrokksins. Carlinga ‘kerling’, varenga ‘röng’ eða ‘rengur’ og bita ‘biti’ eru á hinn bóginn innan stokks. Þessi heiti koma fyrst fyrir í ýmsum spænskum heimildum frá 16. og 17. öld, einkum textum sem fjalla um siglingar og skipasmíði, og voru skrifaðir í kjölfar landafundanna miklu í Vesturheimi.

Lykilorð: skipsskrokkur, norræn tökuorð, rómönsk mál, spænska

Útgefið

2018-11-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar