Þörfin fyrir tengsl við uppruna sinn: Afkomendur flóttamanna frá Víetnam
Lykilorð:
Afkomendur flóttamanna frá Víetnam, Fjölmenning, Sjálfsþekking, Þekking á máli og menningu í VíetnamÚtdráttur
Árið 1979 komu 34 flóttamenn frá Suður-Víetnam til Íslands. Þeir höfðu flúið eftir að kommúnistar frá Norður-Víetnam náðu völdum í landinu. Í rannsókninni sem þessi grein byggir á voru tekin viðtöl við ellefu einstaklinga sem eiga foreldri, afa eða ömmu úr þessum 34 manna hópi. Viðmælendur ólust flestir upp við að tala einungis íslensku og rannsóknarspurningin sem leitað er svara við er hvers vegna það er viðmælendum sem eiga heima á Íslandi mikils virði að þekkja tungumál og menningu víetnamskra forfeðra og formæðra? Unnið var úr viðtölunum með þemagreiningu og niðurstöður voru túlkaðar í ljósi kenninga Bhikhu Parekh um fjölmenningu og skrifa John Dewey um sjálfsstjórn og félagslega tilurð sjálfsins. Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru að viðmælendur segjast finna fyrir mikilli löngun til að læra víetnömsku og kynnast menningu Víetnam. Venjurnar sem þeir ólust upp við eru að nokkru leyti frá Víetnam og þarlend menning, sem er mótuð af konfúsíanisma með áherslu á virðingu fyrir þeim eldri í fjölskyldunni, skyldurækni og gildi lærdóms og menntunar, eru hluti af sjálfi þeirra. Þörf þeirra fyrir þekkingu á þessari menningu er því þörf fyrir sjálfsþekkingu og getu til að ígrunda eigin venjur og stjórna eigin lífi með því að vega þær og meta og laga að aðstæðum.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Anh Dao Tran, Atli Harðarson

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).