Áhrif búsetu á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum
Lykilorð:
Félagslegur stuðningur; starfsánægja; sveitarfélög; vinnuumhverfi; vinnutengd streita.Útdráttur
Fjárhagsstaða íslenskra sveitarfélaga hefur mikið verið í umræðunni síðustu misserin enda hafa mörg þeirra skilað hallarekstri nokkur ár í röð. Þau eru því misjafnlega í stakk búin til að sinna lögbundnum skyldum sínum sem vinnuveitendur og þjónustustofnanir. Sett var fram rannsóknarspurningin: Hver eru áhrif fjárhagsstöðu og staðsetningar sveitarfélags á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum? Með því að svara þessari rannsóknarspurningu er leitast við að fá upplýsingar um hvort fjárhagsleg staða sveitarfélaganna eða hvort þau séu staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni hafi áhrif á líðan og vinnuumhverfi starfsfólks sveitarfélaga. Spurningalisti var lagður fyrir starfsfólk 14 sveitarfélaga á vordögum 2021. Niðurstöðurnar sýndu að margir þátttakendur voru yfir viðmiðunarmörkum vinnutengdrar streitu. Starfsánægja var sterkasti forspárþátturinn um vinnutengda streitu en staðsetning og fjárhagsleg staða sveitarfélaganna höfðu einnig marktæk áhrif. Mikilvægt er að fylgjast vel með vinnuumhverfi starfsfólks, sérstaklega hjá sveitarfélögum þar sem fjárhagsstaðan er veik, og vera vel vakandi fyrir vinnutengdri líðan starfsfólksins vegna þeirra neikvæðu þátta í vinnuumhverfinu sem óvissutímar og fjárhagserfiðleikar geta alið af sér.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).