Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi
Lykilorð:
Gildi; orðræða; kynjamunur; ungir karlmenn; landsbyggðarsamfélag; líðan; námsgengi; karlmennska; kvenleiki.Útdráttur
Umfjöllunarefni greinarinnar er staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi og byggir á niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var meðal íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði. Tekin voru einstaklingsviðtöl við aðila sem vinna með ungu fólki, rýnihópaviðtöl við unga karlmenn auk þess sem lögð var rafræn spurningakönnun fyrir ungt fólk árið 2021. Markmið hennar var að skoða á hvaða hátt samfélagsleg gildi og orðræða hafi áhrif á frammistöðu og líðan ungra karlmanna í því samfélagi sem þeir búa og hvernig það birtist í námsgengi þeirra, líðan og framtíðaráformum. Niðurstöður gefa til kynna að samfélagsleg gildi og orðræða um ríkjandi karlmennsku hefur áhrif á ungt fólk, sérstaklega unga karla. Það er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að einstaklingar taka mið af umhverfi sínu og þeim gildum og viðmiðunum sem þar ríkja. Því er mikilvægt að huga að öllum íbúum og er það hlutverk samfélagsins alls að sjá um að ríkjandi gildismat sé ekki skaðlegt einstökum hópum þess.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).