Einkenni þeirra sem sjá sig í millistétt eða ofar í íslenska stéttakerfinu

Höfundar

  • Guðmundur Oddsson

Lykilorð:

Huglæg stéttarstaða, hlutlæg stéttarstaða, efnahagshrun, lífskjarabreytingar, millistétt

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að greina hvaða áhrifaþættir ráða mestu um það hvar einstaklingar sjá sig í íslenska stéttakerfinu, einkum hvort viðkomandi sjái sig í millistétt eða ofar  Gögnin koma úr alþjóðlegu viðhorfakönnuninni International Social Survey Programme sem lögð var fyrir hér á landi árin 2009 og 2010  Um er að ræða fyrstu alþjóðlegu viðhorfakönnunina þar sem spurning um huglæga stéttarstöðu var lögð fyrir almenning hérlendis  Rannsóknin byggir á klassískum kenningum Karl Marx, Max Weber og Pierre Bourdieu um tengsl hlutlægrar og huglægrar stéttarstöðu  Helstu niðurstöður tvíundargreiningar (e  binomial logistic regression) eru þær að menntun, heimilistekjur og hlutlæg stéttarstaða hafa mest forspárgildi fyrir hvort einstaklingar sjá sig í millistétt eða ofar  Staða á vinnumarkaði skiptir einnig máli en öryrkjar hafa, sem dæmi, marktækt lægri gagnlíkindi (e  odds) á að sjá sig í millistétt eða ofar en þeir sem eru í fullri vinnu  Loks er mikilvægasta framlag rannsóknarinnar að mæla áhrif breyttra lífskjara í kjölfar efnahagshrunsins 2008 á huglæga stéttarstöðu  Niðurstöðurnar sýna að þeir sem upplifðu skert lífskjör eftir hrun hafa lægri gagnlíkindi á að sjá sig í millistétt eða ofar en þeir sem sögðu lífskjör sín óskert eða betri eftir hrun.

Um höfund (biography)

Guðmundur Oddsson

Dósent við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

20.10.2023

Hvernig skal vitna í

Oddsson, G. (2023). Einkenni þeirra sem sjá sig í millistétt eða ofar í íslenska stéttakerfinu . Íslenska þjóðfélagið, 11(2), 19–40. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3860

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar