Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum

Höfundar

  • Vífill Karlsson
  • Bjarki Þór Grönfeldt

Lykilorð:

Innflytjendur; atvinnumarkaður; atvinnuöryggi.

Útdráttur

Það er áhyggjuefni að atvinnuleysi var meira meðal innflytjenda en Íslendinga í efnahagsþrengingunum sem fylgdu heimsfaraldri COVID-19. Í þessari rannsókn var staða innflytjenda á vinnumarkaði haustið 2020 greind og samanburður gerður við stöðu Íslendinga. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvort innflytjendur hafi notið þess efnahagslega forskots sem vissir landshlutar og vissar atvinnugreinar hafa jafnan skilað Íslendingum. Stuðst er við gögn úr Íbúakönnun landshlutanna 2020 þar sem rúmlega 10.253 íbúar tóku þátt, þar af 1.261 innflytjandi. Helstu niðurstöður benda til þess að staða innflytjenda á atvinnumarkaði hafi verið verri en Íslendinga. Innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu nutu ekki hærri launa, aukins atvinnuöryggis og atvinnuúrvals sem Íslendingar þar nutu. Að sama skapi virtust atvinnugreinar sem vænkuðu hag Íslendinga, svo sem sjávarútvegur, byggingarstarfsemi og stjórnun, ekki skila sér í auknum tekjum, ánægju með laun eða atvinnuöryggi hjá innflytjendum. Atvinnuöryggi og atvinnuúrval innflytjenda var í engum atvinnugreinum eins lítið og í ferðaþjónustu. Athygli vakti að innflytjendur í dreifbýli virtust vera ánægðari með búsetu sína en innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu eða öðru þéttbýli úti á landi. Því er dregin sú ályktun að innflytjendur hafi ekki notið svokallaðs borgarhagræðis (t.d. hærri launa í þéttbýli) eða velgengni sumra atvinnugreina (t.d. sjávarútvegs) að sama skapi og Íslendingar.

Um höfund (biographies)

Vífill Karlsson

Prófessor við Háskólann á Bifröst.

Bjarki Þór Grönfeldt

Lektor við Háskólann á Bifröst.

Niðurhal

Útgefið

20.12.2023

Hvernig skal vitna í

Karlsson, V., & Grönfeldt, B. Þór. (2023). Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum. Íslenska þjóðfélagið, 14(2), 140–160. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3917