Félagsþjónusta sveitarfélaga og viðbrögð við samfélagslegum áföllum

Höfundar

  • Ragnheiður Hergeirsdóttir
  • Guðný Björk Eydal
  • Sólveig Þorvaldsdóttir

Lykilorð:

Almannavarnir; félagsþjónusta sveitarfélaga; samfélagsleg áföll; verklagsreglur og gátlistar.

Útdráttur

Hamfarir verða tíðari í heiminum, ekki síst vegna hnattrænnar hlýnunar og hnattvæðingar. Sífellt flóknari innviðir samfélaga hafa skapað nýjar áskoranir fyrir nútímasamfélög þegar þau takast á við og reyna að forða eða lágmarka tjón af völdum samfélagslegra áfalla. Hamfarir eru vel þekktar hér á landi, ekki síst á Suðurlandi, enda svæðið jarðfræðilega mjög virkt; þar eru m.a. stærstu eldstöðvar landsins sem að mati vísindafólks geta gosið á allra næstu árum. Sveitarfélögin eru lykilaðilar bæði vegna viðbragða við og uppbyggingu vegna hamfara og veita íbúum mikilvæga grunnþjónustu, þar á meðal félagsþjónustu. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig félagsþjónusta sveitarfélaga getur undirbúið sig til að takast á við samfélagsleg áföll. Byggt er á verkefni sem unnið var á vegum Almannavarna Árnessýslu veturinn 2021–2022 um gerð fræðslu- og þjálfunarefnis fyrir lykilstjórnendur félagsþjónustu og á viðtalsrannsókn sem framkvæmd var í september 2023 þar sem talað var við fimm lykilstjórnendur innan Fjölskyldusviðs Árborgar. Niðurstöður gefa til kynna að verklagsreglur og gátlistar sem unnir eru af starfsfólki félagsþjónustu og sérsniðnir fyrir hverja starfseiningu séu mikilvægt verkfæri á tímum samfélagslegra áfalla. Þá kom fram að nauðsynlegt væri að starfsfólk félagsþjónustu fengi með reglubundnum hætti fræðslu og æfingar sem byggðu á raunhæfum sviðsmyndum í nærsamfélagi og daglegum verkefnum þeirra.

Um höfund (biographies)

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Lektor við Háskóla Íslands.

Guðný Björk Eydal

Prófessor við Háskóla Íslands.

Sólveig Þorvaldsdóttir

Ráðgjafarverkfræðingur hjá Rainrace ehf.

Niðurhal

Útgefið

20.12.2023

Hvernig skal vitna í

Hergeirsdóttir, R., Eydal, G. B., & Þorvaldsdóttir, S. (2023). Félagsþjónusta sveitarfélaga og viðbrögð við samfélagslegum áföllum. Íslenska þjóðfélagið, 14(2), 40–56. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3911