Af erlendu vogreki: Íslensk þjóðmenning, útlend ómenning og viðtaka „óæskilegra“ menningaráhrifa

Höfundar

  • Ólafur Rastrick

Lykilorð:

Íslensk menning, úrkast, siðafár, hið útlenda

Útdráttur

Meðal þrástefja samfélagsumræðunnar er sú hugmynd að fyrir hönd íslenskrar menningar sé háð linnulaus varnarbarátta gegn óæskilegum áhrifum sem vilji skjóta rótum í samfélagi okkar með ófyrirséðum afleiðingum. Oftar en ekki er litið svo á að slíkt vogrek sé af erlendum toga, sprottið af útlendri lágmenningu. „Sjálfstæðisbarátta smáþjóðar er eilíf“, sagði Gylfi Þ. Gíslason árið 1942 og átti við að Íslendingar þyrftu jafnan að standa vörð um menningarlega sérstöðu sína og verjast spillandi áhrifum útlendrar fjöldamenningar. Í greininni verður staðnæmst við nokkur dæmi úr viðtökusögu erlendra menningaráhrifa á 20. öld sem skilgreind voru sem óæskileg eða spillandi. Skoðað verður hvernig vörslumenn menningarinnar sáu fyrir sér að smit breiddist út um íslenskt samfélag og hefði skaðleg áhrif á menningarástand þjóðarinnar. Markmiðið er að varpa ljósi á virkni hugmyndarinnar um hið útlenda í íslenskri samfélagsumræðu og hvernig málsmetandi menn hafa í gegnum tíðina metið þá ógn sem stafaði af því sem þeir álitu menningarlega framandi landi og þjóð.

Um höfund (biography)

Ólafur Rastrick

Dósent við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

22.10.2023

Hvernig skal vitna í

Rastrick, Ólafur. (2023). Af erlendu vogreki: Íslensk þjóðmenning, útlend ómenning og viðtaka „óæskilegra“ menningaráhrifa . Íslenska þjóðfélagið, 11(1), 22–40. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3882

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)