Hrunið og árangur endurreisnarinnar

Höfundar

  • Stefán Ólafsson

Lykilorð:

Hrunið, afleiðingar, lífskjör, stefna, jöfnun

Útdráttur

Hér er fjallað um einkenni íslensku fjármálakreppunnar og spurt hvernig hún hafði áhrif á lífskjör almennings. Sjónum er sérstaklega beint að aðgerðum við endurreisn samfélagsins eftir hrunið. Umfjöllunin er sett í samhengi við helstu kenningar um kreppuviðbrögð í anda keynesískrar hagstjórnar og afskiptaleysisstefnu austurríska skólans. Niðurstaðan er sú, að endurreisn íslenska þjóðarbúsins hafi tekist nokkuð vel í samanburði við aðrar þjóðir sem urðu fyrir stóru áfalli eins og Ísland. Sérstaða íslensku leiðarinnar fólst einkum í blandaðri aðferð niðurskurðar og skattahækkana, með útfærslun í anda endurdreifingarstefnu. Velferðarútgjöldum var beint meira til lægri og millitekjuhópa um leið og skert var hjá hærri tekjuhópum; tekjutilfærslur til heimila voru auknar en skert í þjónustu. Bætur og greiðslur sem fóru sérstaklega til lægri tekjuhópa voru auknar, til að vinna gegn aukningu fátæktar. Hið sama var gert við skattbyrði heimila, þ.e. byrðin var færð frá tekjulægri heimilum til þeirra tekjuhærri og til fyrirtækja. Í kjarasamningum voru lágmarkslaun hækkuð sérstaklega. Þá var sérstakur auðlegðarskattur lagður á fólk með miklar hreinar eignir. Loks var beitt úrræðum til að létta skuldabyrði heimila og beindust þær aðgerðir einnig meira að milli- og lægri tekjuhópum. Lífskjörin jöfnuðust mikið í kjölfar hrunsins, meðal annars vegna áhrifa af þessari endurdreifingarstefnu.

Um höfund (biography)

Stefán Ólafsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Ólafsson, S. (2023). Hrunið og árangur endurreisnarinnar. Íslenska þjóðfélagið, 5(2), 95–116. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3765

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar