Síkvik menning á mörkum hins meira en mennska: Ferðamennska, söfn og staðir

Höfundar

  • Katrín Anna Lund
  • Gunnar Þór Jóhannesson

Lykilorð:

Galdrasýning á Ströndum, menningartengd ferðaþjónusta, hreyfanleiki, meira en mennskt, tengslarými

Útdráttur

Ferðamennska er ein meginbirtingarmynd hreyfanleika nú til dags. Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt landið heim en á síðustu árum. Í þessari grein er ætlun okkar að rýna í samband menningar, náttúru og ferðamennsku á gagnrýninn hátt. Það er algeng nálgun í rannsóknum á ferðamálum að skýrri afmörkun á milli menningar og náttúru sé viðhaldið í anda hefðbundinnar akademískrar hugsunar. Gert er ráð fyrir að náttúra annars vegar og menning og samfélag hins vegar séu aðskilin svið sem geti haft gagnkvæm áhrif á hvort annað. Að okkar mati ná þessi sjónarhorn ekki að fanga þann hreyfanleika og sköpunarkraft sem felst í samfléttun náttúru og menningar sem virkra gerenda. Við munum byggja á efnislegri tengslahyggju til að draga fram hvernig ferðamennska og áhrif hennar verða til í síkvikum tengslum milli hins mennska og hins meira-en-mennska. Galdrasýningin á Hólmavík er miðpunktur greinarinnar. Við lýsum sýningunni sem tengslarými (e. contact zone) og leggjum áherslu á að fylgja hvernig fortíð og nútíð og svið náttúru og menningar fléttast saman í framsetningu hennar og eiga þátt í að leiða fram samband hreyfanleika Stranda í tíma og rými.

Um höfund (biographies)

  • Katrín Anna Lund

    Prófessor við Háskóla Íslands.

  • Gunnar Þór Jóhannesson

    Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

22.10.2023

Svipaðar greinar

1-10 af 116

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.