Kreppur og kerfishrun í ljósi kyngerva og þegnréttar

Höfundar

  • Þorgerður Einarsdóttir

Lykilorð:

Kreppur, kyngervi, þegnréttur

Útdráttur

Í greininni eru þegnréttur og kyngervi í samtíma okkar skoðuð í samhengi við árin í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Margt er líkt með þessum tveimur tímaskeiðum. Eftir hrunið og þrengingar í kjölfar þess barst skýrsla World Economic Forum um að kynjabil á Íslandi væri hið minnsta í heimi. Þetta á sér vissar hliðstæður við árin í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Þá gengu mikil harðindaár yfir landið á sama tíma og kvenréttindi voru talin með þeim bestu í heimi. Í greininni er leitast við að draga fram hliðstæður þessara tímaskeiða en einnig hugmyndarof og uppbrot í því skyni að skilja okkar eigin samtíma. Skoðuð er samfélagsleg þátttaka og hlutdeild kvenna og hvaða menningarlegu hugmyndir hafa legið þar til grundvallar. Með því að skoða þá farvegi sem þegnrétti kvenna hefur verið beint í er hægt að skilja betur þversagnakennd kynjatengsl samtímans og hvaða lærdóma hægt er að draga af sögunni.

Um höfund (biography)

Þorgerður Einarsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

13.10.2023

Hvernig skal vitna í

Einarsdóttir, Þorgerður. (2023). Kreppur og kerfishrun í ljósi kyngerva og þegnréttar. Íslenska þjóðfélagið, 1(1), 27–48. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3723

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar