Styðjandi og mengandi kvenleiki innan áru kynjajafnréttis
Lykilorð:
Kvenleikar, kynjajafnrétti, opinbert svið, einkalífÚtdráttur
Kvenleikinn er félagslega mótaður og birtist með ólíkum hætti í ólíkum aðstæðum. Í greininni er fjallað um birtingarmyndir styðjandi kvenleika, systurhugtak ráðandi karlmennsku, á vinnumarkaði og í einkalífi. Andstæða styðjandi kvenleika; mengandi kvenleiki, er greindur og skoðað hvernig bæði hugtökin tengjast áru kynjajafnréttis með ólíkum hætti. Ára kynjajafnréttis lýsir félagslegu ferli eða fyrirbæri þar sem karlar og konur sannfæra sjálf sig um að jafnrétti ríki þrátt fyrir að raunin sé önnur. Greiningin byggir á umfangsmikilli eigindlegri rannsókn á þremur sviðum á vinnumarkaði: Vinnustöðum Reykjavíkurborgar, hugbúnaðarfyrirtækjum, og skyndibitastöðum, matvöruverslun og bensínstöð. Tekin voru eigindleg viðtöl við 48 starfsmenn og framkvæmdar þátttökuathuganir á 11 vinnustöðum. Í greininni er spurt: Með hvaða hætti stuðlar styðjandi kvenleiki að undirskipun kvenna? Niðurstöður eru þær að styðjandi kvenleiki er ein af forsendum þess að hægt er að dvelja innan áru kynjajafnréttis á meðan mengandi kvenleiki spillir sambandi ráðandi karlmennsku og styðjandi kvenleika og er litinn hornauga en getur þrátt fyrir það stuðlað að kynjajafnrétti í raun.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).