Það má eitt fjall vera ósnortið fyrir þessum andskotans túristum: Umhverfisstjórnun, náttúrutengsl og ferðamennska
Lykilorð:
Umhverfisstjórnun, náttúrutengsl, ferðaþjónusta, ÖræfiÚtdráttur
Í þessari grein er fjallað um viðhorf íbúa í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu til umhverfisstjórnunar með hliðsjón af upplifun þeirra af náttúrutengslum sínum. Markmið greinarinnar er að lýsa hvernig umhverfisstjórnun verður merkingarbær í samspili náttúrutengsla heimafólks og sívaxandi umferðar ferðafólks um Öræfi. Greinin byggir á eigindlegri rannsókn sem unnin var meðal íbúa á svæðinu. Rannsóknin leiðir í ljós að upplifun heimafólks í Öræfum af umferð og ágangi ferðamanna dregur fram mikilvægi umhverfisstjórnunar fyrir svæðið. Um leið birtast tilteknir veikleikar í því hvernig umhverfisstjórnun hefur verið háttað. Þar má nefna skort á samráði og sérstaklega að tekið sé tillit til náttúruskilnings og náttúrutengsla heimafólks. Niðurstöður greinarinnar draga fram að samráð við heimafólk sé mikilvægt til að koma á fót árangursríkri umhverfisstjórnun og um leið er undirstrikað að tæki umhverfisstjórnunar þurfa að vera opin fyrir mismunandi tengslaafstæðum samfélags og náttúru. Niðurstöður benda til þess að umhverfisstjórnunarkerfi geti þjónað sem aðferð til að takast á við meintan stjórnunarvanda ferðaþjónustunnar sem undirstrikar að ferðaþjónusta þarf ekki endilega sértæk úrræði heldur skýran aðgang að þeim stjórnunartækjum sem nú þegar eru til staðar.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).