„Límdu saman heiminn minn“ Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu

Höfundar

  • Ragný Þóra Guðjohnsen
  • Telma Ýr Tórshamar

Lykilorð:

Vímuefnavandi barna og ungmenna, Velferðarþjónusta, Stefnumótun stjórnvalda

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að kalla eftir sýn ungs fólks sem glímir við vímuefnavanda á eigin neyslu og velferðarþjónustu sem þeim hefur staðið til boða frá barnsaldri. Tekin voru viðtöl við ellefu einstaklinga (18–25 ára). Í niðurstöðum kom fram að viðmælendur röktu upphaf vímuefnaneyslunnar til erfiðra aðstæðna í uppvextinum. Á heimilum þeirra var vímuefna- og geðheilbrigðisvandi tíður og vanræksla, tengslavandi og erfið samskipti einkenndu uppeldisskilyrði. Námserfiðleikar og einelti gerðu skólagöngu þeirra erfiða og áföll þræddu sig í lífsgöngu þeirra. Vímuefnaneyslan byrjaði sem flótti frá vanlíðan en breyttist í forðun frá fráhvörfum. Af niðurstöðum má ráða að viðmælendur upp[1]lifðu hjálparleysi í erfiðum aðstæðum heima og í skólanum og skort á stuðningi og velferðarþjónustu þrátt fyrir stefnumótun stjórnvalda um hið gagnstæða í málefnum barna. Kortleggja þarf þjónustuþörf barna í vanda og sér í lagi þegar hann er fjölþættur. Sérfræðingar úr velferðarkerfum þurfa að veita umönnunaraðilum heima og í skólanum heildstæða ráðgjöf og stuðning með það að leiðarljósi að tryggja börnunum öruggar uppeldisaðstæður og stuðning við velferð, heilbrigði og menntun. Þörf er jafnframt á fjölbreyttari meðferðarúrræðum vegna vímuefnavanda ungmenna með áherslu á sálræna aðstoð og inngrip sem styðja einstaklinga út í samfélagið. Óásættanlegt er að börn í vanda upplifi að enginn grípi sig.

Um höfund (biographies)

  • Ragný Þóra Guðjohnsen

    Lektor við Háskóla Íslands.

  • Telma Ýr Tórshamar

    Kennari við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

21.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Hvernig skal vitna í

„Límdu saman heiminn minn“ Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu. (2023). Íslenska þjóðfélagið, 13(1), 46-62. https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3869

Svipaðar greinar

1-10 af 72

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.