Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum

Höfundar

  • Eyrún María Rúnarsdóttir

Lykilorð:

Byggðalög; líðan; unglingar.

Útdráttur

Lífsgæði og versnandi líðan unglinga hefur verið skoðuð í samhengi samfélagsbreytinga en búsetuskilyrði hafa lítið komið við sögu í þeirri umræðu. Erlendar rannsóknir sýna misvísandi niðurstöður um það hvort unglingum í borgum eða strjálli byggð líður betur en líðan unglinga eftir byggðasvæðum hefur ekki verið könnuð hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman tíðni sállíkamlegra umkvartana unglinga eftir byggðalögum. Einnig var horft til kyns, aldurs, efnahags fjölskyldu og fjölda vina í tengslum við líðan. Spurningalisti var lagður fyrir nemendur í 8.–10. bekk í níu grunnskólum. Þar af voru fjórir skólar á höfuðborgarsvæðinu, tveir á Suðurnesjum, einn á Vesturlandi, einn á Vestfjörðum og einn á Norðurlandi. Alls svöruðu 806 unglingar spurningalistunum. Niðurstöður sýndu mun á umkvörtunum unglinga á þann veg að í smærri byggðalögum var tíðni umkvartana minni. Stúlkur fundu frekar til vanlíðanar en piltar, eldri frekar en yngri ungmenni og lakari efnahagur fjölskyldu tengdist hærri tíðni umkvartana. Almennt jókst tíðni umkvartana meðfram fjölgun netvina en þegar tengsl netvináttu og líðanar var skoðuð eftir byggðasvæðum hafði slík vinátta ávinning í för með sér fyrir unglinga á Vestfjörðum, Vestur- og Norðurlandi. Niðurstöðurnar gefa tilefni til að skoða nánasta umhverfi unglinga og áhrif þess á samskipti og tengsl við mótun úrræða til að bæta líðan þeirra.

Um höfund (biography)

Eyrún María Rúnarsdóttir

Lektor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

20.12.2023

Hvernig skal vitna í

Rúnarsdóttir, E. M. (2023). Styrkur í smæðinni. Líðan og samskipti unglinga í smærri og stærri byggðalögum. Íslenska þjóðfélagið, 14(2), 57–71. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3912