2020: Sérrit 2020 – Mat á námi og vellíðan barna í leikskóla

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntunSérrit 2020 – Mat á námi og vellíðan barna í leikskóla

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2020 – Mat á námi og vellíðan barna í leikskóla er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjóri: Anna Magnea Hreinsdóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnissstjórn fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Greinarnar

Í sérritinu eru sex greinar alls – einni er ritstýrt og fimm eru ritrýndar. Auk almenns prófarkalesturs eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Mat á námi og vellíðan barna: Lærdómur af samstarfsrannsókn í fimm leikskólum, „Það var eitthvað meira þarna“: Mat á námi með áherslu á vellíðan barna, Þróun námssöguskráninga – þátttaka foreldra og barna, „Þetta þarf að virka hratt og örugglega“: Áskoranir við að þróa aðferðir sem meta nám og vellíðan barna í leikskóla, Rafrænar námssöguskráningar í leikskóla og „Gagnlegast að sjá þessa hluti sem maður sér ekki venjulega“: Mat á námi og vellíðan leikskólabarna af erlendum uppruna.

Útgefið: 2020-03-19