Sjálfsmynd, framandleiki og tungumál í verkum Matéos Maximoff: rómíska í íslenskum þýðingum

Höfundar

  • Ásdís R. Magnúsdóttir

Lykilorð:

La poupée de Mameliga, Matéo Maximoff, rómíska, smásögur, sjálfsmynd

Útdráttur

Menning Rómafólks er lítið þekkt á Íslandi og nánast engin verk eftir rithöfunda af rómískum uppruna hafa verið þýdd á íslensku. Fágætt er að rómískir höfundar skrifi verk sín á rómísku þótt þess séu dæmi. Rithöfundurinn og sagnamaðurinn Matéo Maximoff samdi til dæmis flest sín verk á frönsku. Eins og fleiri rómískir rithöfundar á 20. öld vildi hann gera sögu og menningu Rómafólks góð skil í skáldverkum sínum til að fræða lesendur um líf þess og samfélag. Það gerir hann meðal annars með því að skjóta inn fróðlegum upplýsingum um siði og sögu Rómafólks en einnig með því að nota bæði orð og setningar á tungumáli þeirra. Þetta á bæði við um sértæk orð, sem eiga ekki hliðstæðu í öðrum tungumálum, og orð sem eiga hliðstæðu í öðrum tungumálum og auðvelt væri að þýða yfir á
markmál þýðingarinnar. Hér er sagt frá verkum og hugarheimi Matéos Maximoff og notkun rómískra orða í skáldverkum hans. Dæmi verða tekin úr íslenskri þýðingu á nokkrum sögum úr smásagnasafninu La poupée de Mameliga. Le livre de la peur (Brúða Mameligu. Bók óttans). Rómísku orðin gefa franska frumtextanum framandi yfirbragð og þau fylgja textanum inn í þýðinguna.

Niðurhal

Útgefið

2020-10-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar