Útlendingur og óviti. Um Útlendinginn eftir Albert Camus og Söguna um gralinn eftir Chrétien de Troyes.

Höfundar

  • Ásdís R. Magnúsdóttir

Útdráttur

Skáldsagan Útlendingurinn kom út í París árið 1942 og var hún fyrsta útgefna skáldsaga Alberts Camus. Þar segir frá lífi skrifstofumannsins Meursault og þeirri atburðarás sem leiðir til þess að hann drepur mann án þess að hafa ætlað sér það. Í lok verksins situr söguhetjan í fangaklefa sínum, bíður aftöku og ly?sir því yfir að ekkert skipti máli. Afstaða Meursault til lífsins gerir hann að „útlendingi“ í augum flestra annarra sögupersóna verksins og fyrir það er hann dæmdur til dauða. Í greininni er leitast við að draga fram hvað felst í því að vera „útlendingur“ í sögu Camus og bent á tengsl hennar við önnur skáldverk og „útlendinga“. Einkum er staldrað við samanburð á Útlendingnum og Sögunni um gralinn eftir Chrétien de Troyes og bent á hliðstæður í verkunum tveimur.

Lykilorð: Albert Camus, Útlendingurinn, Chrétien de Troyes, Perceval eða Sagan um Gralinn, útlendingur

Niðurhal

Útgefið

2011-01-16

Tölublað

Kafli

Þemagreinar