Gluggi í austurátt: þýðingasaga íslenskra og kínverskra bókmennta

Höfundar

  • Þorgerður Anna Björnsdóttir

Lykilorð:

þýðingasaga, þýðingar, bókmenntir, kínverska, Kína

Útdráttur

Í þýðingum íslenskra og kínverskra bókmennta kennir ýmissa grasa þótt beinar þýðingar á milli tungumálanna hafi lengst af verið fátíðar. Þjóðirnar státa báðar af ríkulegum bókmenntaarfi en val á verkum til þýðinga hefur að miklu leyti mótast af samfélagsaðstæðum og pólitísku andrúmslofti hvers tíma. Í þessari samantekt þýðinga er leitast við að skýra val á verkum og setja í sögulegt samhengi. Bókmenntaþýðingum á milli íslensku og kínversku má skipta niður í
eftirfarandi þrjú tímabil:
1. Tímabil fyrstu skrefa, frá útgáfu fyrstu þýðingarinnar 1921 og fram til 1937.
2. Tímabil sósíalísks eldmóðs, frá stofnun Alþýðulýðveldis Kína 1949 og fram til 1977.
3. Tímabil jafnvægis og vaxandi samskipta, frá 1978 og fram til okkar daga.
Árið 2021 verða hundrað ár liðin frá útgáfu fyrstu þýðingar kínversks rits á íslensku. Það var þýðing heimspekiritsins Daodejing?????, eignað Laozi, sem fyrst var þýtt og gefið út hérlendis undir titlinum Bókin um veginn. Síðan þá hafa bæst við þýðingar fjölmargra kínverskra verka og frumþýðingar úr bæði fornkínversku og nútímakínversku hafa litið dagsins ljós. Jafnframt hefur mikið af íslenskum bókmenntum verið þýtt á kínversku. Fyrsta íslenska verkið sem þýtt var á kínversku er útgáfa með völdum versum Passíusálmanna, eftir Hallgrím
Pétursson, sem kom út 1928 og hlaut á kínversku titilinn Shijiakefeng??????. Alls hafa verk yfir 70 íslenskra höfunda verið þýdd og gefin út í Kína, allt frá íslenskum fornbókmenntum á borð við eddukvæðin og Íslendingasögur til ljóða og bókmennta samtímaskálda.
Lykilorð: þýðingasaga, þýðingar, bókmenntir, kínverska, Kína

Niðurhal

Útgefið

2021-05-06

Tölublað

Kafli

Greinar