Skólastjórar í grunnskólum tilfærslur í starfi 1998 til 2020

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2023.32.3

Útdráttur

Starfsmannavelta meðal skólastjóra í grunnskólum hér á landi hefur ekki mikið verið rannsökuð. Helsti hvati slíkra rannsókna er að kanna hreyfanleika eða stöðugleika í starfi því rannsóknir benda almennt til þess að mikil starfsmannavelta í skólum hafi neikvæð áhrif á skólastarf. Þessi rannsókn byggist á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um skólastjóra sem störfuðu í íslenskum grunnskólum á árunum 1998 til 2020. Meginniðurstöður eru þær að stöðugleiki meðal skólastjóra í grunnskólum sé talsverður, það er að þeir starfi að meðaltali nokkuð lengi í sama skóla. Aðeins um fimmtungur hópsins stýrði fleiri en einum skóla, það er færði sig til milli skóla. Stöðugleiki var meiri í stórum skólum en litlum og sést það til að mynda á því að í litlum skólum á landsbyggðinni er stöðugleikinn mun minni en í stórum skólum. Niðurstöður sýna að almennt er stöðugleiki talsverður en tíð skólastjóraskipti eru helst í litlum skólum sem eru flestir á landsbyggðinni.

Um höfund (biographies)

Börkur Hansen, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Börkur Hansen (borkur@hi.is) er prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í uppeldis- og sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1982, M.Ed.-prófi í menntastjórnun frá Háskólanum í Alberta árið 1984 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1987. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að skólastjórnun, skólaþróun og stjórnskipulagi skóla

Amalía Björnsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Amalía Björnsdóttir (amaliabj@hi.is) er prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1991, M.Sc.-prófi frá Háskólanum í Oklahoma 1994 og doktorsprófi frá sama skóla 1996. Hún hefur lagt stund á rannsóknir á sviði skólastjórnunar og á áhrifum félagslegra þátta á skólastarf. Á síðustu misserum hefur hún rannsakað áhrif COVID-19-faraldursins í framhalds- og háskólu

Niðurhal

Útgefið

2024-01-08