Upplýsingar fyrir höfunda

Greinum skal skila inn í tölvupósti á netfangið tum@hi.is og þær skulu vera á þessu sniðmáti . Senda skal inn tvö skjöl, annað með greininni án allra höfundaupplýsinga og, eftir atvikum, með földum tilvísunum til verka höfundar, og hitt með höfundanöfnum og upplýsingum um höfunda og tilvísunum í verk þeirra. Fyrsti höfundur greinar er jafnframt ábyrgðarmaður hennar og tengiliður við ritstjóra.

Ritstjórar taka ákvörðun um hvort handrit er sent í ritrýni og síðan afstöðu til þess hvort grein fæst birt í tímaritinu að lokinni ritrýni. Ráðgefandi ritnefnd er þeim til ráðuneytis.  Við ákvörðun um birtingu greina er í fyrsta lagi tekið mið af þeirri stefnu að um sé að ræða fræðilegar eða rannsóknartengdar greinar, í öðru lagi að þær eigi erindi til þeirra sem sinna uppeldis- og menntamálum í víðum skilningi og í þriðja lagi verður gætt að heildarsvip tímaritsins hverju sinni. Meginreglan er sú að innsendar greinar hafi ekki birst annars staðar.

Nánari upplýsingar um skil handrita má finna hér – senda inn efni