Upplýsingar fyrir ritrýna

Tímarit um uppeldi og menntun er ritrýnt tímarit (e. double blind review) sem felur í sér faglega umsögn tveggja til þriggja sérfróðra umsagnaraðila (ritrýna) á því fagsviði sem greinin fjallar um. Eingöngu hæfir aðilar eru valdir til verksins og þess er gætt að að lágmarki einn ritrýnanna hafi doktorspróf við hæfi. Ritrýnin felur í sér nafnleynd (e. Double blind review), það er, ritrýnar fá engar upplýsingar um greinarhöfunda og greinarhöfundar fá engar upplýsingar um ritrýna. Nánari upplýsingar um framsetningu greina fyrir ritrýni er að finna hér – senda inn efni