Um tímaritið

UM TUM

Timarit um uppeldi og menntun er fræðilegt tímarit á sviði menntavísinda, gefið út í samstarfi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og Félags um menntarannsóknir. Tímaritið varð til árið 2016 með samruna tveggja eldri tímarita: Uppeldi og menntun og Tímarit um menntarannsóknir. Ritstjórar eru tveir, annar tilnefndur af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hinn af Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri Í ráðgefandi ritnefnd eru tveir fulltrúar Menntavísindasviðs HÍ, tveir fulltrúar Hug- og félagsvísindasviðs HA og tveir fulltrúar tilnefndir af Félagi um menntarannsóknir. Frumútgáfa tímaritsins er á vefslóðinni: ojs.hi.is/tuuom. Tvisvar á ári, oftast í júní og desember, kemur út hefti sem er prentað og sent áskrifendum. Tekið er á móti innsendum greinum allt árið.


Megintilgangur tímaritsins er að auka þekkingu og faglega umræðu um uppeldis og menntamál á Íslandi með því að birta fræðilegt efni í formi ritrýndra greina, ritdóma og ítardóma. Skilyrði fyrir birtingu ritrýndra fræðigreina er að þær feli í sér nýnæmi og hafi ekki birst á öðrum vettvangi. Greinar geta verið á íslensku eða ensku en greinar á ensku skulu fela í sér alþjóðlegt nýnæmi. 

Það kostar ekkert að senda inn grein í fræðiritið og enginn umsýslukostnaður er innheimtur vegna ritrýniferlis eða útgáfu. Greinar sem birtast í tímaritinu birtast einnig í Opnum vísindum

Ritrýniferli 

Tímarit um uppeldi og menntun er ritrýnt tímarit (e. double blind review) sem felur í sér faglega umsögn tveggja til þriggja sérfróðra umsagnaraðila (ritrýna) á því fagsviði sem greinin fjallar um. Eingöngu hæfir aðilar eru valdir til verksins og þess er gætt að að lágmarki einn ritrýnanna hafi doktorspróf við hæfi. Ritrýnin felur í sér nafnleynd (e. Double blind review), það er, ritrýnar fá engar upplýsingar um greinarhöfunda og greinarhöfundar fá engar upplýsingar um ritrýna.

Ritstjórar taka ákvörðun um hvort handrit greinar er sent í ritrýni og sömuleiðis um hvort grein fæst birt í ritinu að lokinni ritrýni. Ráðgefandi ritnefnd er þeim til ráðgjafar, sé þess þörf. Við ákvörðun um birtingu greinar er horft til þess að grein sé fræðileg eða rannsóknartengd, hvort hún eigi erindi til þeirra sem sinna uppeldis- og menntamálum og síðast en ekki síst er þess gætt að grein falli að og styðji við heildarsvip tímaritsins hverju sinni. Meginreglan er sú að innsendar greinar hafi ekki birst annars staðar.

Reglur um opinn aðgang

Veftímaritið er í opnum aðgangi samkvæmt leyfi CC  by 4.0 og notendum og stofnunum er frjálst að deila, afrita og dreifa efninu á hvaða miðli eða snið sem er í hvaða tilgangi sem er, jafnvel í viðskiptalegum tilgangi. Notendum er heimilt að lesa, hlaða upp, afrita, dreifa, prenta, leita í og tengja við fullan texta greina án fyrirfram fenginnar heimildar útgefenda eða höfunda svo lengi sem vísað er til heimildar. Höfundar halda dreifingarétti á greinum sínum.