Styðjandi þættir í starfi grunnskóla við karlkyns nýliða

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.5

Lykilorð:

nýliðar, kennslukarlar, leiðsögn, styðjandi þættir, viðmót

Útdráttur

Rannsóknin er um fyrstu tvö ár sjö kennslukarla í starfi sem grunnskólakennarar. Spurt var: Hvaða og hvers konar formlegir sem óformlegir þættir í skólunum reyndust styðjandi við starf nýju kennslukarlanna? Fram kom að formleg leiðsögn var takmörkuð en margt í starfi skólanna reyndist þeim notadrjúgt, þar með taldar góðar móttökur og vinsamlegt viðmót. Samvinnan við aðra kennara, óformleg eða í formlegri teymiskennslu, virtist vera sá styðjandi þáttur sem mestu skipti fyrir viðmælendur. Í sumum skólanna voru sérstakir karlaklúbbar sem viðmælendur töldu jákvæða fyrir aðlögun sína að starfinu. Í lok greinarinnar eru settar fram fimm leiðir til að styðja nýliða í kennarastarfinu: Í fyrsta lagi að efla formlega leiðsögn eins leiðsagnarkennara við hvern nýliða, í öðru lagi að tengja formlegu leiðsögnina við teymiskennslu, í þriðja lagi nýliðakaffi, í fjórða lagi að skoða hvort kynjaskiptir klúbbar nýliða komi að notum og loks að tekið verði upp reglubundið áhorf í kennslustofum nýliða

Um höfund (biographies)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (ingo@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk BA- og cand.mag.-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Wisconsin-háskóla í Madison árið 1991. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á menntastefnu, kennarastarfinu og kyngervi og menntun.

Andri Rafn Ottesen

Andri Rafn Ottesen (andriot@gardaskoli.is) er grunnskólakennari við Garðaskóla. Hann lauk B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði vorið 2016 frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og M.Ed.-gráðu vorið 2018 frá sama skóla. Hann hefur brennandi áhuga á stöðu karla í kennslu og leiðsögn við nýliða og hefur beitt sér fyrir framgangi hugmynda um kandídatsár fyrir nýbrautskráða kennara.

Valgerður S. Bjarnadóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Valgerður S. Bjarnadóttir (vsb@hi.is) er nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, kennslufræði til kennsluréttinda 2005, meistaraprófi í alþjóða- og samanburðarmenntunarfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 2013 og PhD-prófi í menntavísindum frá Háskóla Íslands árið 2019. Rannsóknarsvið hennar snúa meðal annars að menntastefnumótun og félagslegu réttlæti.

Niðurhal

Útgefið

2022-08-04

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar