Sjónarmið stærðfræði- og verkgreinakennara í framhaldsskólum um hvaða öfl hafa áhrif á starfshætti: Námsmat og upplýsingatækni
Lykilorð:
framhaldsskólar, námsmat, upplýsingatækni, stærðfræðikennarar, verkgreinakennararÚtdráttur
Í greininni er fjallað um sjónarmið framhaldsskólakennara um hvað mótar störf þeirra sem tengjast námsmati og upplýsingatækni. Efniviðurinn er viðtöl við sex verkgreinakennara í ólíkum greinum og sex stærðfræðikennara í átta skólum tekin 2013 og 2014. Við greininguna var beitt tæki sem þróað var til að draga fram forsendur og sjónarmið kennaranna um hvað mótar starfshætti þeirra. Greiningartækið byggist á tveimur ásum sem annars vegar vísa til hvata til breytinga og hins vegar til eðlis breytinganna. Niðurstöður benda meðal annars til þess að þarna sé að verki samspil kerfislægra breytinga og breytinga að frumkvæði kennara, til dæmis virtist það vera svo að ef skóli stefndi að fjölbreyttara námsmati væri frumkvæði kennaranna meira á því sviði. Enn fremur kom í ljós að þótt vefkennslukerfi væri sett upp að frumkvæði skóla réð frumkvæði kennara því hvernig til tókst. Framhaldsskólakennarar hafa vald til að útfæra stefnu yfirvalda og skólastjórnenda en eru þó bundnir nærumhverfi.Niðurhal
Útgefið
2016-12-16
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar