„Við skiptum máli fyrir samfélagið“. Samfélagslegt mikilvægi og flókin samkeppnisstaða tveggja framhaldsskóla í dreifðum byggðum

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.8

Lykilorð:

framhaldsskólar, dreifðar byggðir, samkeppni og markaðsvæðing, staðarsamhengi, félagslegt réttlæti

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar sem grein þessi fjallar um er að öðlast skilning á veruleika tveggja fámennra framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðisins, gildi þeirra í nærsamfélaginu, stöðu þegar kemur að samkeppni um nemendur og leiðum til að styrkja tilvist sína, með staðarsamhengi þeirra í huga. Greinin er byggð á viðtölum við stjórnendur, kennara og nemendur í skólunum tveimur og varpar því ljósi á viðfangsefnið frá mismunandi sjónarhornum. Niðurstöður benda til þess að skólarnir séu mikilvægir samfélaginu, enda þjóna þeir nemendum á svæðunum, halda uppi menntunarstigi og eru með stærri vinnustöðum í viðkomandi byggðarlögum. Reynt var að virkja tengsl við atvinnulíf við skipulag námsframboðs og kennslu og nærumhverfið og náttúran var nýtt til að dýpka nám nemenda og tengja það við raunveruleikann. Viðmælendur bentu á ýmsar áskoranir sem tengdust smæð og staðsetningu skólanna, einkum út frá rekstrarforsendum og námsframboði. Í framhaldsskólaumhverfi sem gerir ráð fyrir að skólar keppi um nemendur er ljóst að báðir skólarnir voru í brothættri stöðu og þurftu stöðugt að leita nýrra tækifæra til að viðhalda nemendafjölda.

Um höfund (biographies)

Valgerður S. Bjarnadóttir, Háskóli Íslands

Valgerður S. Bjarnadóttir (vsb@hi.is) er nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að stefnumótun og skólaþróun, kynjajafnrétti, lýðræðislegu hlutverki háskóla og nemendaáhrifum. Valgerður er með BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðamenntunarfræðum frá Stokkhólmsháskóla og doktorsgráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Að auki hefur hún lokið kennslufræðum til kennsluréttinda. Valgerður starfaði sem framhaldsskólakennari um árabil.

Guðrún Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands

Guðrún Ragnarsdóttir (gudrunr@hi.is) er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kennslufræði, skólaþróun, starfsþróun, starfstengd leiðsögn og stjórnun skóla. Guðrún er menntaður lífeindafræðingur (BSc) og er með kennsluréttindi á grunnog framhaldsskólastigi. Að auki er hún með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu, meistaragráðu í lýðheilsufræðum og doktorsgráðu í menntavísindum. Guðrún hefur starfað sem framhaldsskólakennari og millistjórnandi í framhaldsskólum. Einnig hefur hún tekið að sér fjölbreytt verkefni á sviði menntunar fyrir Evrópuráðið.

Niðurhal

Útgefið

2022-01-07

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar