Afstaða íslenskra blaða- og fréttamanna til umdeildra vinnubragða við upplýsingaöflun

Höfundar

  • Friðrik Þór Guðmundsson
  • Valgerður Jóhannsdóttir

Lykilorð:

Blaða- og fréttamennska; umdeild vinnubrögð; siðareglur; Worlds of Journalism Study.

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um viðhorf blaða- og fréttamanna á Íslandi til siðareglna fagsins og ýmissa vinnubragða við öflun upplýsinga sem að öðru jöfnu geta talist óhefðbundin og eru gjarnan umdeild, svo sem notkun falinna myndavéla, notkun trúnaðargagna í heimildarleysi og þess að villa á sér heimildir. Byggt er á gögnum úr spurningakönnun sem lögð var fyrir blaða- og fréttamenn hér á landi vorið 2021. Könnunin er hluti alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar, Worlds of Journalism Study. Sambærileg könnun var gerð árið 2012 og eru niðurstöður kannananna tveggja bornar saman til að greina breytingar á viðhorfum íslenskra blaða- og fréttamanna.

Niðurstöðurnar sýna að notkun falinna upptökutækja og notkun trúnaðarskjala úr stjórnsýslu eða viðskiptalífi nýtur mikils og víðtæks stuðnings innan fagsins. Stuðningur við að villa á sér heimildir við upplýsingaöflun hefur aukist umtalsvert, en notkun einkagagna er umdeildari.

Um höfund (biographies)

  • Friðrik Þór Guðmundsson

    Sjálfstætt starfandi fræðimaður.

  • Valgerður Jóhannsdóttir

    Dósent við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

16.12.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Hvernig skal vitna í

Svipaðar greinar

1-10 af 80

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)