Stéttavitund Íslendinga í kjölfar efnahagshruns
Lykilorð:
Stéttavitund, efnahagshrun, þjóðfélagsstéttir, stéttarstaða, millistéttÚtdráttur
Markmið þessarar greinar er að skoða stéttavitund Íslendinga í kjölfar efna[1]hagshrunsins haustið 2008. Gögnin sem liggja til grundvallar koma úr nýlegri íslenskri spurningakönnun og úr Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni fyrir árið 2005. Gögnin eru greind út frá kenningu Max Webers um þjóðfélagsstéttir og kenningum um viðmiðunarhópa. Niðurstöðurnar benda til þess að stéttavitund á Íslandi sé töluvert mikil. Flestir kannast við stéttarheiti og eru fúsir til þess að segja til um hvaða þjóðfélagsstétt þeir tilheyra. Að sama skapi eru Íslendingar talsvert meðvitaðir um eigin stéttarstöðu. Þessu ber vitni sterk jákvæð fylgni huglægrar stéttarstöðu og efnahagsstéttar annars vegar og einstaklingstekna, heimilistekna og menntunar hins vegar. Í samræmi við kenningar um viðmiðunarhópa benda niðurstöðurnar til þess að Íslendingar hafi ríka tilhneigingu til að sjá sig í „millistétt―. Þá hafa Íslendingar meiri „millistéttarsýn― á eigin stéttarstöðu og sjá hana almennt hærra í stéttarkerfinu en flestar aðrar þjóðir. Loks er það ætlunar[1]verk þessarar greinar að hjálpa til við að endurvekja íslenskar stéttarannsóknir.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).