Varla brot eða vondir menn? Orðræða um kynferðisbrot og skrímslavæðing í fjölmiðlum og athugasemdakerfum

Höfundar

  • Ívar Karl Bjarnason
  • Gyða Margrét Pétursdóttir

Lykilorð:

Kynferðisofbeldi, kynferðisleg áreitni, stigveldi kynferðisofbeldis, samfellulíkan kynferðisofbeldis, skrímslavæðing

Útdráttur

Í þessari grein er skoðað hvernig orðræða um kynferðisofbeldi og gerendur birtist í umfjöllun um afturköllun á ráðningu meints geranda til kennslu við háskóla. Til þess var orðræðugreiningu í anda Foucault beitt á umfjöllun fjölmiðla, innsendar greinar, bloggsvæði og athugasemdakerfi. Þá var innihaldsgreining notuð til þess að greina kyngervi ummælenda, fjölda ummæla eftir kyngervi og skoðanir hverra fengu brautargengi. Karlar voru þar í meirihluta og áttu mun fleiri ummæli á sama tíma og fleiri karlar fengu skoðanir sínar endurfluttar í fjölmiðlum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að orðræða um kynferðisbrot byggi á stigveldi þeirra þar sem líkamlegt kynferðisofbeldi sé notað sem viðmið sem undirskipi og útiloki annars konar kynferðisbrot sem varla eru talin taka því að tala um. Þar af leiðir að brot sem samræmast ekki þess háttar líkamlegum kynferðisbrotum eru síður talin vera brot. Samhliða skýrri aðgreiningu í kynferðisofbeldi og ekki ofbeldi má svo sjá skýran aðskilnað milli brotamanna og annarra. Skiptast viðhorf til meints geranda brotanna eftir þeim línum þar sem hann er, í krafti skrímslavæðingar kynferðisbrotamanna, ýmist álitinn vera ógeðfellt skrímsli eða, vegna ósamræmanleika mannkosta hans við ímynd skrímslisins, ólöstuð hetja.

Um höfund (biographies)

Ívar Karl Bjarnason

Doktor í kynjafræði.

Gyða Margrét Pétursdóttir

Dósent við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

20.10.2023

Hvernig skal vitna í

Bjarnason, Ívar K., & Pétursdóttir, G. M. (2023). Varla brot eða vondir menn? Orðræða um kynferðisbrot og skrímslavæðing í fjölmiðlum og athugasemdakerfum. Íslenska þjóðfélagið, 10(1), 21–40. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3864

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar