Kynni unglinga af vinsælum ferðamannastöðum: Frístundir, ferðalög og menntun
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2021.11Lykilorð:
börn og unglingar, áfangastaðir, félagsleg ferðamennska, tómstundir, menntunÚtdráttur
Ferðamennska og tómstundir hafa fengið æ meira vægi í daglegu lífi fólks síðustu áratugi í kjölfar vaxandi velmegunar og breytinga á vinnumarkaði. Aðgengi að ferðamennsku og margs konar tómstundum er ólíkt og fer meðal annars eftir efnahagslegri stöðu fólks. Hérlendis er lítið vitað um samspil félagslegrar stöðu, ferðamennsku og tómstundaiðkunar. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á þátttöku unglinga í ferðamennsku m.t.t. félagslegra og efnahagslegra þátta og ræða í samhengi við ferðahegðun Íslendinga innanlands, félagslega ferðamennsku og menntun. Notuð eru gögn úr HBSC-rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna frá árinu 2017–2018 þar sem 6717 börn og unglingar svöruðu spurningum varðandi útiveru. Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum spurninga um heimsóknir 12–15 ára barna og unglinga á þekkta áfangastaði á Íslandi. Niðurstöður benda til þess að eftir því sem börn eldast hafi þau komið á fleiri áfangastaði. Algengast er að svarendur segist hafa komið að Gullfossi, Geysi, á Þingvelli, í Heiðmörk og til Mývatns. Efnahagsleg staða, uppruni foreldra og búseta tengist heimsóknum á suma áfangastaði en þau áhrif eru ekki einhlít. Niðurstöður vekja upp spurningar um ólíka stöðu unglinga til að njóta ferðamennsku og tómstunda, um grundvöll fyrir frekari uppbyggingu félagslegrar ferðamennsku hérlendis og tengsl hennar við menntun og hlutverk skólakerfisins í því sambandi. Reifuð eru álitamál þessu tengd og vörðuð verðug rannsóknarefni á þessu sviði.Niðurhal
Útgefið
2022-02-08
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar