Viðhorf íslenskra barna til íslensku og ensku: Hvað segja þau um íslensku- og enskukennslu í grunnskólum?

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2020.9

Lykilorð:

viðhorf, börn, stafrænt málsambýli, íslensku-/enskukennsla, grunnskólar, erlent/annað mál

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um viðhorf íslenskra barna til móðurmálsins og alþjóðamálsins ensku og sérstaklega hugað að hvað þau segja um íslensku- og enskukennslu á yngsta stigi og miðstigi grunnskólans. Greinin byggist á gögnum úr viðtalshluta öndvegisverkefnisins Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis, sem Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson stýrðu árin 2016–2019. Innan verkefnisins voru samdar ítarlegar vefkannanir sem 724 börn á aldrinum 3–12 ára svöruðu og 106 barna sérvalið úrtak úr þeim hópi kom síðan í viðtöl og frekari prófanir. Hér er unnið úr svörum 40 þeirra 106 barna sem tóku þátt í viðtalshluta öndvegisverkefnisins. Börnin sem hér er fjallað um voru valin út frá magni stafræns ílags/máláreitis, þar sem helmingur barnanna fékk mikið stafrænt ílag en hinn helmingurinn lítið.

Niðurstöður benda til að viðhorf 3–12 ára barna til beggja mála séu almennt jákvæð og mikið stafrænt ílag virðist ekki hafa neikvæð áhrif á viðhorf til móðurmálsins. Þemagreining á svörum barnanna sýnir að ólík viðhorf til íslensku og ensku má einkum greina í svörum 6–12 ára barna í tengslum við skólastarf. Börnin tengja góða færni í íslensku við íslenskukennslu í skólanum þar sem þau læri að tala „rétt mál“. Þar telja börn með mikið stafrænt ílag sig hins vegar læra litla ensku því hana læri þau frekar af því að horfa á enskt efni og spila tölvuleiki í frítíma sínum. Áhugavert er að börnin telja sig þurfa að læra móðurmálið í skóla en erlenda/annað málið ensku telja sum þeirra sig læra úti í samfélaginu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður annarra nýlegra rannsókna á viðhorfum barna til íslensku- og enskukennslu í grunnskólum. Þær kalla á endurskoðun á kennslu í báðum málum í 1.–7. bekk grunnskóla, þar sem kennslan þarf að vera einstaklingsmiðaðri og taka mið af breyttri stöðu móðurmálsins og ensku í stafrænu samfélagi nútímans.

Um höfund (biographies)

Ólöf Björk Sigurðardóttir

Ólöf Björk Sigurðardóttir (olof@menntaborg.is) er íslenskukennari við Menntaskóla Borgarfjarðar. Hún lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2018 og MA-prófi í íslenskukennslu frá sama skóla árið 2020. Lokaverkefni hennar til meistaraprófs fjallaði um áhrif stafræns málsambýlis íslensku og ensku á viðhorf barna til tungumálanna tveggja og var skrifað undir leiðsögn Sigríðar Sigurjónsdóttur prófessors.

Sigríður Sigurjónsdóttir

Sigríður Sigurjónsdóttir (siggasig@hi.is) er prófessor í íslenskri málfræði við Íslenskuog menningardeild Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi frá University of California í Los Angeles árið 1992 og hefur starfað við Háskóla Íslands frá 1994, sem prófessor frá 2010. Sérsvið hennar eru máltaka barna, málbreytingar í íslensku nútímamáli og stafrænt málsambýli íslensku og ensku. Hún hefur birt fjölmargar ritrýndar greinar á þeim sviðum.

Niðurhal

Útgefið

2021-02-05

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar