Ígrundaðir starfshættir í kennaranámi listamanna

Höfundar

  • Kristín Valsdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2020.11

Lykilorð:

ígrundaðir starfshættir, þögul þekking, sjálfsmynd listkennara, námsmenning, fullorðnir nemendur

Útdráttur

Viðfangsefni þessarar greinar er að varpa ljósi á þátt markvissrar ígrundunar í listkennaranámi og hugsanleg áhrif hennar á þróun sjálfsmyndar listamanna sem listkennara. Rannsóknin er byggð á doktorsrannsókn minni sem fjallaði um nám og námsferil listamanna sem bæta við sig kennaranámi. Markmið þeirrar rannsóknar var að varpa ljósi á þær áskoranir sem mæta listkennaranemum á nýjum vettvangi – vettvangi menntunarfræða. Niðurstöður hennar gefa til kynna að ólíkar aðferðir til ígrundunar, ásamt þeirri áherslu í náminu að horfa til fyrri þekkingar og reynslu, hjálpi nemendum að setja nýja þekkingu í persónulegt samhengi og móta þannig eigin ígrundaða starfshætti sem kennarar. Byggt er á gögnum úr doktorsrannsókninni en farið dýpra í þann hluta sem lýtur að hvernig nemendur þroska með sér nýja sjálfsmynd sem listkennarar í gegnum ígrundun í náminu. Fjallað er um þögla þekkingu (e. tacit knowledge) í tengslum við markvissa ígrundun um og við athöfn og mikilvægi þess fyrir kennara að finna leiðir að sjálfsþekkingu. Einnig er í því samhengi litið til kenninga um lífssögunám, sem er sú þekking sem við berum með okkur, meðvitað og ómeðvitað, með tilliti til þess hvernig við getum þróað með okkur ígrundaða starfshætti í námi og starfi. Þá er fjallað um námsmenningu og ljósi varpað á mikilvægi hennar sem mótandi afls fyrir alla þátttakendur og að bjóða nemendum upp á fjölbreyttar leiðir til að ígrunda og tengja nám við eigin persónulega reynslu og þekkingu.

Um höfund (biography)

Kristín Valsdóttir

Kristín Valsdóttir (kristin@lhi.is) er deildarforseti listkennsludeildar LHÍ og fagstjóri tónmenntakennslu. Hún lauk B.Ed.-tónmenntakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1985, tveggja ára framhaldsnámi í tónlistar- og danskennslu frá Orff Institut og Mozarteum í Salzburg 1992, M.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 2006 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2019. Sérsvið hennar er tónmenntakennsla, listkennaranám, námsmenning og starfsþróun listkennara.

Niðurhal

Útgefið

2021-02-05

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar