Kennsluaðferðir og nálganir í tungumálakennslu: Hvernig geta kennarar byggt á fjöltyngi nemenda?

Höfundar

  • Renata Emilsson Pesková

Lykilorð:

Fjöltyngdir nemendur, tungumálaforði, fjöltyngdar nálganir í kennslu, tungumálasjálfsmynd, fjöltilviksrannsókn

Útdráttur

Fjöltyngi hefur áhrif á nám, námsárangur og vellíðan. Greinin lýsir kennsluaðferðum og nálgunum bekkjarkennara og móðurmálskennara og þá sérstaklega hvernig þeir hafa nýtt sér tungumálaforða nemenda í skólastarfinu. Þátttakendur voru fimm bekkjarkennarar á miðstigi grunnskóla (5.–7. bekkur) og fimm móðurmálskennarar í Móðurmáli – samtökum um tvítyngi, allir starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin byggði á hálfopnum viðtölum sem síðan voru
þemagreind. Niðurstöður sýndu að bekkjarkennarar voru almennt áhugasamir um móðurmál nemenda og þátttöku þeirra í móðurmálsskólum en kennslan fór fram á íslensku og tók ekki mið af fjöltyngi nemenda. Fjórir af fimm móðurmálskennurum töluðu íslensku og þekktu til íslensks skólakerfis, en markmið þeirra var að kenna börnum móðurmál þeirra og þeir nýttu heldur ekki fjöltyngi nemenda sinna til kennslu. Einn bekkjarkennari og einn móðurmálskennari byggðu markvisst á fjöltyngi nemenda sinna. Rannsóknin setur spurningarmerki við þá hefðbundnu skoðun að það sé hlutverk skóla að kenna nemendum íslensku og hlutverk foreldra að viðhalda og þróa móðurmál. Það þjóni öllum nemendum þegar kennarar þeirra nota heildrænar, valdeflandi, fjöltyngdar nálganir í kennslu. Rannsóknin bendir til að kennarar þurfi viðeigandi endurmenntun, að þeir myndi traust tengsl við foreldra af erlendum uppruna, og
í víðari skilningi að þeir viðurkenni fjöltyngi og jafnt gildi allra tungumála nemenda í skólum og samfélaginu.

 

Lykilorð: Fjöltyngdir nemendur, tungumálaforði, fjöltyngdar nálganir í kennslu, tungumálasjálfsmynd, fjöltilviksrannsókn

Niðurhal

Útgefið

2022-12-16