Býsn og fádæmi í tungumálinu Um magn og gæði heimilda í sögulegri setningafræði

Höfundar

  • Þórhallur Eyþórsson

Lykilorð:

gæði málheimilda, söguleg málvísindi, setningafræði, frumlagspróf, aukafallsfrumlög

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um fyrirbæri sem eru sjaldgæf í tungumálum. Rætt er almennt um málheimildir, einkum í sögulegum málvísindum, og um magn og gæði þeirra fyrirbæra sem notuð eru til að meta hvort þau atriði sem þar koma fyrir eru í samræmi við þekkingu fræðimanna á málfræði tungumáls á tilteknu tímabili. Aðaláherslan er á sögulega setningafræði og breytingar á setningagerð
og hugað er að þeim málvísindalegu aðferðum sem notaðar eru til að meta og greina setningar. Í því samhengi er spurt hve mörg dæmi séu nauðsynleg til þess að þau teljist marktækur vitnisburður um málfræði tiltekins tungumáls eða málstigs. Því er haldið fram að það fari eftir eðli einstakra fyrirbæra. Í mörgum tilvikum þarf býsna mikinn fjölda dæma til að meta marktæknina og þá er mikilvægt að gögnin séu sem ítarlegust. Í öðrum tilvikum nægja fáein dæmi –
jafnvel bara eitt dæmi – til þess að unnt sé að sýna fram á að fyrirbærið sé málfræðilega gjaldgengt en ekki bara undantekning eða jafnvel málvilla sem ekkert er að marka.
Lykilorð: gæði málheimilda, söguleg málvísindi, setningafræði, frumlagspróf,
aukafallsfrumlög

Niðurhal

Útgefið

2021-05-06

Tölublað

Kafli

Greinar