„Bara hrægammar“. Myndhvörf hjá Lakoff og Pinker.

Höfundar

  • Þórhallur Eyþórsson

Útdráttur

Í kjölfar hrunsins hefur myndmáli verið beitt af miklum móð í íslensku. Raunar er sjálft orðið hrun um efnahagskreppuna á Íslandi dæmi um þá tegund myndmáls sem nefnd er myndhvörf. Myndhvörf eru eitt einkenni skáldskapar en líka úir og grúir af þeim í daglegu máli. Margir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að myndhvörf séu í meira mæli en oft er talið mikilvæg til skilnings á eðli hugsunar og tungumáls. Í þessari grein er sagt frá kenningum um myndhvörf sem gegna lykilhlutverki í hugrænum fræðum (Lakoff og Johnson 1980, Lakoff 1987) og gagnry?num viðbrögðum við þeim (Pinker 2007).

Lykilorð: myndhvörf, tungumál, hugsun, hugræn fræði, málvísindi

Niðurhal

Útgefið

2014-12-03

Tölublað

Kafli

Þemagreinar