Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum.

Höfundar

  • Birna Arnbjörsdóttir

Útdráttur

Í þessari grein er fyrst ly?st samnorrænni rannsókn á þætti símenntunar og fullorðinsfræðslu í aðlögun innflytjenda á Norðurlöndum. Borin er saman stefna í menntunarmálum fullorðinna innflytjenda, framkvæmd slíkrar stefnu á Norðurlöndunum fimm og símenntunarúrræði sem í boði eru í hverju landi. Rannsóknin leiddi í ljós að þrátt fyrir samræmi í stefnu er framkvæmd hennar í löndunum fimm mjög mismunandi og var því í niðurstöðum rannsóknarinnar m.a. kallað eftir meiri samhæfingu og samvinnu um framkvæmd og sérstaklega um rannsóknir, kennaramenntun og þróun námsleiða. Síðan er fjallað sérstaklega um íslenska hluta rannsóknarinnar. Niðurstöður hennar eru að mikið hefur áunnist en ennþá er nokkuð verk óunnið áður en markmiðum yfirly?strar stefnu íslenskra stjórnvalda er náð. Að lokum er velt upp hugmyndum um hugsanleg neikvæð áhrif sterks velferðarkerfis Norðurlandanna á gerendahæfni (e. agency) innflytjenda og þar með á möguleika þeirra til aðlögunar og síðan bent á leiðir til að auka samvinnu hins opinbera og fræðimanna innan hvers lands og á milli Norðurlandanna. Lykilorð: Norðurlönd, innflytjendur, stefna á Norðurlöndum, aðlögun, símenntun

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Aðrar greinar