Kortlagning rafræns námsefnis í íslensku sem öðru máli fyrir börn og viðhorf fjölskyldna til notkunar á námsefni í sjálfsnámi barna
Lykilorð:
Icelandic as a second language, digital learning materials, computer-assisted language learning, self-study, children’s language learningÚtdráttur
Í greininni er fjallað um kortlagningu á rafrænu námsefni í íslensku sem öðru máli (L2) fyrir börn og viðhorf fjölskyldna til notkunar á mismunandi námsefni í sjálfsnámi barna á aldrinum 5–16 ára. Núverandi ástand er þannig að lítið skipulag er á því námsefni í L2 íslensku sem hentar sjálfsnámi barna og þar að auki er erfitt fyrir fjölskyldur að nálgast það á netinu. Aðferðafræðin sem notuð er við kortlagningarvinnu felst í því að taka saman allt námsefni sem finna má á netinu, t.d. veftorg fyrir kennara, námsbókalista skóla o.s.frv., til að gefa yfirlit yfir tegundir námsefnis auk viðkomandi vefslóða. Auk kortlagningar felur rannsóknin í sér skráningu á rafræna efninu með tilliti til kennslufræðilegs gildis þess: hverjir mállegir áhersluþættir efnisins eru (t.d. lestur, hlustun, tal, ritun, málfræði og orðaforði), hver markhópurinn er og að auki snið/tegund efnisins.
Samhliða kortlagningu var útbúin könnun sem lögð var fyrir foreldra þátttakenda í námskeiðinu Tungumálatöfrum til að varpa ljósi m.a. á þarfir og venjur í sjálfsnámi barna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að margs konar námsefni er að finna á fjölmörgum vefsíðum, þótt erfitt geti reynst að finna efni sem hentar vel til að aðstoða börn við lestur á L2 íslensku.
Lykilorð: Íslenska sem annað mál, rafrænt námsefni, tölvustutt tungumálanám, sjálfsnám, og tungumálanám barna