Um Alejandrinu Gutiérrez

Höfundar

  • Hólmfríður Garðarsdóttir

Útdráttur

Rithöfundurinn Alejandrina Gutiérrez fæddist árið 1948 í Managva, Níkaragva. Hún bjó um tíma í Venesúela en fluttist til Kosta Ríka á unglingsárum og lagði stund á viðskiptafræði við Háskóla Kosta Ríku (Universidad de Costa Rica). Hún hóf rithöfundarferil sinn í ritsmiðjum ungskálda (sp. tertulias literarias) og smásagnaritun hefur ætíð verið hennar helsti birtingarvettvangur. Smásögur Gutiérrez hafa meðal annars birst í safnritinu Relatos de mujeres: Antología de narradoras de Costa Rica (Sögur kvenna: Safnrit kvenrithöfunda frá Kosta Ríku), sem út kom árið 1993.

Niðurhal

Útgefið

2020-10-01

Tölublað

Kafli

Þýðingar