Um tímaritið

##about.publicationFrequency##

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands (SVF) og Háskólaútgáfunni.

Tímaritið kom fyrst út sem ársrit stofnunarinnar árið 2009. Tímaritið birtir fræðigreinar og annað efni á sviði erlendra tungumála, bókmennta, málvísinda og menntunarfræði en einnig eru birtar stuttar þýðingar og ritdómar. Höfundum gefst kostur á að skrifa á móður- eða kennslumáli sínu.

Hvert hefti er tileinkað ákveðnu þema en einnig eru birtar fræðigreinar um annað efni, hagnýtar greinar, stuttar þýðingar, viðtöl, bókadómar eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni. Allar fræðigreinar sem birtast í Milli mála fara gegnum nafnlausa ritrýni.

##about.history##

Milli mála - Tímarit um erlend tungumál og menningu
ISSN 2298-1918 – prentútgáfa
ISSN 2298-7215 – netútgáfa 

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF) við Háskóla Íslands. Tímaritið kom fyrst út árið 2009, þá sem ársrit stofnunarinnar en var breytt árið 2012 í tímarit um erlend tungumál og menningu. Tímaritið er rafrænt og birtist árlega á Open Journal Systems vef Háskóla Íslands: https://ojs.hi.is/millimala.

Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdómar eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni.   

Tekið er við greinum á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku. 

Nánari upplýsingar um Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu má fá á heimasíðu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur eða með því að senda tölvupóst á netfangið infovigdis@hi.is. Einnig má hafa samband við ritstjóra tímaritsins, Geir Þórarinn Þórarinsson (gtt@hi.is) og Þórhildir Oddsdóttur (thorhild@hi.is).

Milli mála er einnig aðgengilegt á vefnum Tímarit.is: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=1074&lang=is

Ritnefnd Milli mála skipa: Ásdís R. Magnúsdóttir, Birna Bjarnadóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir