Melodramatisk modernisme – en læsning af Dorrit Willumsens roman Marie. En roman om Madame Tussauds liv.
Lykilorð:
Módernismi, melódrama, söguleg skáldsaga, frásögn, kynÚtdráttur
Með sögulegu skáldsögunni Marie (1983) tókst danska rithöfundinum Dorrit Willumsen að ná til breiðari lesendahóps. Í þessari grein er frásagnaraðferð sögunnar skoðuð og reynt að sýna hvernig Marie er í senn skáldsaga sem höfðar til fjöldans og verðugt rannsóknarefni bókmenntafræðinga. Túlkun verksins leiðir í ljós að Dorrit Willumsen fléttar sögulegu skáldsöguna við hið melódramatíska með því að beita módernískum frásagnarmáta. Þannig brúar verkið bilið milli hámenningar og lágmenningar. Lestur skáldsögunnar neyðir lesandann til að lesa vel framsetta ævisögu frá melódramatísku sjónarmiði um leið og hann er settur í hið vandasama hlutverk að túlka mannlega tilvist. Skáldsagan krefst þess að lesandinn lúti hinu melódramatíska skilyrðislaust en taki jafnframt virkan þátt í að túlka verkið.
Lykilorð: Módernismi, melódrama, söguleg skáldsaga, frásögn, kyn