Melodramatisk modernisme – en læsning af Dorrit Willumsens roman Marie. En roman om Madame Tussauds liv.

Höfundar

  • Annemette Hejlsted

Lykilorð:

Módernismi, melódrama, söguleg skáldsaga, frásögn, kyn

Útdráttur

Með sögulegu skáldsögunni Marie (1983) tókst danska rithöfund­inum Dorrit Willumsen að ná til breiðari lesendahóps. Í þessari grein er frásagnaraðferð sögunnar skoðuð og reynt að sýna hvernig Marie er í senn skáldsaga sem höfðar til fjöldans og verðugt rann­sóknarefni bókmenntafræðinga. Túlkun verksins leiðir í ljós að Dorrit Willumsen fléttar sögulegu skáldsöguna við hið melódrama­tíska með því að beita módernískum frásagnarmáta. Þannig brúar verkið bilið milli hámenningar og lágmenningar. Lestur skáldsög­unn­ar neyðir lesandann til að lesa vel framsetta ævisögu frá meló­drama­tísku sjónarmiði um leið og hann er settur í hið vandasama hlut­­verk að túlka mannlega tilvist. Skáldsagan krefst þess að lesand­inn lúti hinu melódramatíska skilyrðislaust en taki jafnframt virkan þátt í að túlka verkið.

Lykilorð: Módernismi, melódrama, söguleg skáldsaga, frásögn, kyn  

Niðurhal

Útgefið

2015-04-24

Tölublað

Kafli

Greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 66

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.